Viðskiptavinir og meðmæli
Við höfum unnið með fjöldanum öllum af fyrirtækjum og stofnunum við uppsetningu og innleiðingu jafnlauna- og gæðakerfa, gert launagreiningar og tekið innri úttektir bæði á jafnlauna- og gæðakerfum.
Meðal viðskiptavina okkar eru eftirfarandi:






Rannveig Guðmundsdóttir
Rekstrarstjóri Póstdreifingar ehf.
Við höfum notið góðs af aðstoð Fagráðgjafar núna í nokkur ár.
Árný og Sigga hjá Fagráðgjöf settu upp jafnlaunakerfi Póstdreifingar og hafa jafnframt tekið innri úttektir bæði á jafnlauna- og gæðakerfi fyrirtækisins með fagmennsku og þekkingu í fyrirrúmi. Einstaklega þægilegt viðmót og ýtarleg aðstoð varðandi ýmis gæðamál sem komu upp einkenndi þjónustuna hjá Fagráðgjöf. Öllum spurningum sem komu upp eftir úttektir var svarað hratt og ítarlega.
Mælum heilshugar með þjónustunni frá Fagráðgjöf.
Kristján
Ragnarsson
Jafnlaunafulltrúi FMS hf.
Við hjá FMS hf. leituðum til Fagráðgjafar eftir góð meðmæli og þau meðmæli stóðust sannarlega. Hjá Fagráðgjöf hittum við fyrir fagfólk sem fræddi okkur og leiðbeindi í gegnum vottun og gerði allt ferlið skýrara, auðveldara og skemmtilegra. Við hjá FMS hf. mælum með Fagráðgjöf.

